Jólaklifrið er orðinn árlegur og hátíðlegur viðburður Íslenska alpaklúbbsins og er ávallt góð mæting og þátttaka í Múlafjall þar sem þetta er haldið ár hvert. Bæði byrjendur og vanir mæta og er því klifrað um nánast allt Múlafjallið. Einhverjir fóru Rísanda/Stíganda og einhverjir í leiðirnar austan við Ístesvæðið.

Þar sem Gummi var rifbeinsbrotinn gat hann ekki klifrað og var því í social stuði meðan Arnar og Óðinn klifruðu eina góða lænu austan við Íste og tóku Ágúst Kristján með sér sem leysti Gumma af. Þessi leið er ein af þeim sem ekki finnst nafn á í Múlanum og því erfitt að segja hvaða leið það var, en leiðin er upp þunnt haft og frekar mjótt.

Mikið var klifrað í Múlanum þennan dag og var m.a. farin ný leið vinstra megin við Íste sem heitir Espresso, en Róbert og Sigurður Tómas frumfóru hana en sú leið er boltuð og með hressandi byrjun. Gummi tók einhverjar myndir af því þar sem hann gat ekki klifrað.

Einnig eru myndir úr ferð í Grafarfoss og Ýring til að fylla uppí en Óðinn fór með Haraldi í Ýring og svo fóru Arnar og Óðinn í Grafarfossinn.

Myndir