Það var búið að standa til í talsverðan tíma að skoða Bleiksárgljúfur enda á fallegur staður í Fljótshlíð. Hugmyndin að þessari ferð kom upp frekar hratt og var ákveðið seint kvöldið áður að skella okkur af stað enda ágætis spá fyrir svæðið og við í fríi.
Magnús Stefán leiddi feðgana Gumma og Jón Helga um gljúfrið sem var hin besta skemmtun og fórum við nokkrar ferðir þar sem við bættum myndavélunum við og þvældumst með þær um gljúfrið sem var hægt með góðri vatnsheldri harðskeljatösku sem Maggi tók með sér.

Í gjúfrinu eru nokkrir skemmtilegir staðir sem þarf að príla upp, synda, fikra sig eftir og hoppa niður fossa og undir stóra fossinum innst eru tvö myrkraherbergi sem við tókum reyndar ekki myndir af þar sem þrífóturinn var ekki tekinn með í þetta skiptið.

Það eru greinilega þónokkrir ævintýrastaðir í Fljótshlíðinni en við fórum í ísklifur síðastliðinn vetur aðeins innar í Fljótshlíð er Þórólfsgil sem inniheldur þónokkrar ísklifurleiðir sem hægt verður að skða næstu árin og eru þær af öllum stærðar- og erfiðleikagráðum.

Myndir